Samkennd í daglegu lífi
Kærleikur er svar við viðbrögðum við sársauka, sorg og kvíða. Hann inniheldur góðvild, samúð, örlæti og sátt. Umfram allt er kærleikur hæfileiki til að opna fyrir veruleika þjáningar og leita lækningu hennar. Kærleikur er hugarfar sem viðurkennir sársauka og hefur getu til að mæta sársauka með góðvild. Við þjálfum okkur í að sýna sjálfum okkur mildi og samkennd sem hjálpar okkur að mæta þeim erfiðleikum og finna hvað það er sem við þörfnumst. Við festumst oft í sjálfsgagnrýni og aukin samkennd hjálpar okkur að viðurkenna og gangast við okkur sjálfum eins og við erum.
Kennslugögn
Námskeiðinu fylgir kennsluhefti sem er samið af Rob Nair og kennurum Mindfulness association. Leiðarvísirinn hefur líka að leiðarljósi vinnu Thich Nhat Hanh, Jon Kabat Zin, Paul Gilbert, Christopher Germer, Kristin Neff, Tara Brach, Alistair Appleton, Mark Williams og Alistair Wilson og öðrum sem hafa verið í samstarfi við Mindfulness association.
Aðaláherslur
Er að styðja / bæta við persónulega reynslu af samkennd og aðstoða þig við að efla eigin færni, hvort sem það nýtisti þér í persónulega lífi eða í tengslum við atvinnu þína. Læra að vera umhyggjusamur við sjálfa sig þekkja streituna þegar hún myndast, hafa þol fyrir líðan sinni, sýna okkur sjálfum skilning og dæma okkur ekki. Við munum íhuga nokkra af grunneiginleikum eins og styrk, visku, hlýju og skuldbindingu. við könnum hvernig við getum í daglegu lífi notað samkennd sem leiðsögn. Við skoðum hvernig við getum virkjað okkur í sjálfsvitund til að skapa samkennd.
Fyrir hverja
Fyrir öll sem hafa áhuga að auka samkennd sem nýtist í persónulega lífi eða í tengslum við atvinnu.
Kennsluform
Æfingar eru ýmist liggjandi eða sitjandi. Á milli æfinga eru fræðslur og umræður.
Tími
Námskeiðið er 6 vikna langt - Hver tími er 1,5 klst. Með heimavinnu frá 35 mín til 45 mín. á dag.
Kennari - Guðný Helga Kristjánsdóttir
Verð 63.000.-


